Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 66
60
hafa fundið prédikanir um bólusetningu og'
sáttanefndir. P. Hansen biskup í Kristianssand
endaði eina prédikun sína með þessum orðum:
»Sérhver heiðarlegur norskur og danskur borg-
ari ákallar Öðinn hinn algóða um heill til handa
sínum hjartkæra fróða. Heill, heill Kristján og
Friðrik«.
Prestur einn í Noregi Abraham Phil var
þekktur um alla Evrópu fyrir kíkira, sem hann
bjó til. Auk þess var hann stjörnufrseðingur,
rennismiður, málari, járnsmiður, úrsmiður, gler-
smiður, lyffræðingur, bruggari og yfirleitt allt,
nema guðfræðingur og prestur.
Bastholm konfessionarius í Khfn. lagði frani
frumvarp um breytingu á helgisiðabókinni. M.
a. sagði hann: Hebresk orðatiltæki eins og end-
urfæðing og afturhvarf ættu alveg að hverfa
og guðsþjónustan að vera stutt, skemmtileg og
upplífgandi svo að manni með heilbrigðri skyn-
semi geti þótt eins skemmtilegt í kirkjunni og
í leikhúsinu og á danssýningunni. — Og þegar
þess er minnzt, að þetta er mjög hátt settur
embættismaður innan kirkjunnar, þá sjáum vér
hvernig ástandið hefir verið innan klerkastétt-
arinnar.
*
Þannig var ástandið á Norðurlöndum er H. N.
Hauge kemur fram. Hann er fæddur 3. apríl
1771 á búgarðinum Hauge í Túni í Smáléni-