Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 68
62
hann sjálfur frá þessum viðburði — að hann
varð frá sér numinn, gagntekinn af heilögum
lotningarótta .og óumræðilegri sælukennd. »Sál
mín fann til einhvers, sem var yfirnáttúrlegt,
guðdómlegt og sæluríkt, það var dýrð sem engin
tunga fær lýst«. Hjarta hans fylltist fögnuoi
og kærleika til Guðs og meðbræðranna og þrá
til þess að þeir öðluðust hina sömu náð og hann
sjálfur, og hann bað Guð að birta sér, hvað hon-
um bæri að gera. f>á virtist honum þessi orð
bergmála í sálu sinni: Pú átt að játa nafn mitt
fyrir mönnunum og áminna þá um að snúa sér
og leita mín, meðan mig er að finna og að kalla
á mig, meðan ég er nálægur og hræra hjörtu
þeirra, svo að þeir fái snúið sér frá myrkrinu
til ljóssins«. —
Það sem Hauge eignaðist á þessari stundu, var
ekki óákveðin sælukennd, heldur kraftur til að
vilja og að framkvæma. Það var að eðli til það
sama og mörg mikilmenni kristninnar hafa
reynt, síðan Páll mætti Jesús fyrir utan Dam-
askus. Upp frá þessari stundu var Hauge viss
um, hvað sér bæri að gera. Hann var sann-
færður um að hafa fengið sérstaka köllun frá
Guði og þeirri sannfæringu gat engin ofsókn
svift hann.
Nú vissi hann, hvað sér bœri að gera og hann
gerði það. — Honum tókst að fá öll systkini