Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 69
63
s>n með sér, og var það honum ómetanlegur
styrkur í framtíðinni.
Hauge tók nú að vitna um trú sína fyrir öðr-
og að reyna að fá þá til þess að snúa sér
til Guðs. Það var alveg nýtt, að ungur maður
Sengi þannig á milli manna til þess að tala við
um synd og náð, og það fór því ekki hjá
Þ'ví, að framkoma Hauge vekti athygli. Og tals-
verða ávexti sá hann af þessu starfi sínu. En þó
voru þeir fleiri, sem hæddust að honum, og það
gekk svo langt, að svo viljafastur sem Hauge
v^r, þá var hann að því kominn að gefast upp.
hann sigraðist á þeirri freistingu von bráðar.
Hann tók nú að halda smá samkomur í nágrenn-
’nu og vakti þannig talsverða hreyfingu um-
hverfis sig.
Og svo tók Hauge að skrifa. Fyrsta rit hans
hét »Löbebanen« eða Skeiðið og aftan við það
kastti hann öðru riti »Verdens daarlighet«,
Heinrska heimsins. Hið fyrra var um hans and-
legu þroskun og hið síðara var til þess að leið-
rétta ýmsan misskilning, sem sprottið hafði út
starfi hans, og til þess að vinna á móti ýmis-
k°nar óhróðurssögum, sem farnar voru að ber-
ast um hann. Kveðst hann láta ritið heita þessu
Oafni vegna þess, að það muni vera heimska
1 n,ugum þeirra vitru í þessum heimi. Um Jóns-
^iessuleytið lagði svo Hauge af stað til Osló, til
kess að fá ritið prentað. Þegar hann sá hylla