Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 71
65
halda samkomur um trúmál, nema presturinn
vaari viðstaddur. Pess vegna fór Hauge fram
á það við prestinn, að hann væri viðstaddur
a samkomunum hjá sér, en hann svaraði með
oí'stopa og hótaði jafnvel að sjá til þess, að hann
fengi dauðarefsingu fyrir athæfi sitt. Og það
er ekki gott að vita, hverju hann hefði fengið
áorkað, ef svo hefði ekki viljað til, að biskupinn
fyrirleit ofstækismanninn of mikið til þess að
leggja sig niður við að fást. við hann. —
Um veturinn lagði Hauge af stað í prédik-
Unarferð í fyrsta sinn. Alstaðar þar sem hann
kom, varð vakning, og þá um leið andstaða og
efsóknir, fyrst og fremst frá prestunum. Um
jólin var hann í Friðriksstað. Þar hélt hann
samkomu. En þegar hún stóð sem hæst, kom
sóknarpresturinn inn og með honum vopnaður
Undirforingi og 3 vopnaðir hermenn og tóku
Uauge fastan. Iiann losnaði þó úr fangelsinu
eftir mánuð. Þá komust yfirvöldin að þeirri nið-
^rstöðu, að hann mundi vera saklaus. Prest-
amir urðu æfir út af því, að Hauge slapp svona
fljótt, og einkum jókst hatur sóknarprestsins,
sem hafði orðið til þess að Hauge var tekinn
fastur. Sem daomi um hið stjórnlausa hatur
hans má nefna þennan atburð: Nokkrir af fylg-
]smönnum Hauge í söfnuðinum ætluðu sunnu-
óag einn til altaris. Þeir komu of seint til guðs-
bjónustunnar, svo að presturinn var búinn að
5