Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 72
66
taka alla hina altarisgestina til altaris, þegar
þeir komu. Hann spurði þá byrstur, hvers vegna
þeir hefðu ekki komið á réttum tíma. Þeir sögðu
það hreinskilnislega og báðust fyrirgefningar.
En þegar hann komst að raun um það, að þeir
voru allir fylgismenn Hauge, þá gat hann ekki
stillt sig, en greip í bræði sinni svipu og lamdi
þessa altarisgesti sína og rak þá á dyr.
Þrisvar var Hauge sleginn. Hið fyrsta sinn
af sóknarpresti sínum, Urdal, eins og vér minnt-
umst á áðan. Næst var það kennari einn, sem
hann hitti á bæ, þar sem hann kom til þess að
fá sér hressingu. Kennarinn réðist á hann með
óskaplegum ofstopa, og rak honum löðrung og
ætlaði að reka hann á dyr •— og þó var hann
í annara húsum. Hauge bað hann að bíða, með-
an hann væri að borga húsfreyjunni fyrir greið-
ann. Og meðan hann var að hneppa frakkanum að
sér sagði hann: »Það er gott að vera' vel klædd-
ur þegar kalt er. Sömuleiðis að eiga kærleika
Krists, svo að ég geti beðið fyrir þeim, sem
ofsekja mig«. Þessi orð hittu skólakennarann
í njartastað, svo að hann fór að gráta og bað
Hauge vel að lifa, er hann fór. —
Þriðja sinn var það yfirdómari, sem sló
Hauge. Og hann gerði það rækilega, því að hann
sló hann með staf sínum til blóös. Hauge klapp-
aði á öxl honum og bað hann að stilla sig og
benti honum á, að allir erum vér dauðlegir og