Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 73
67
aö eilífðin fer í hönd, svo að oss er fyrir beztu
að sameinast hér í Guði. —-
I Þrándheimi var Hauge tekinn fastur og-
ðaamdur i eins mánaðar fangelsi fyrir prédik-
Unarferðir sínar. Og þar sem honum fannst
Það ekki borga sig að áfrýja dómnum, því að
Það mundi hafa tekið svo langan tíma, þá sætti
Þann sig við að taka út þessa refsingu.
Ofsókni rnar voru ekki aðeins gegn Hauge
sJálfum, heldur einnig gegn vinum hans. 1799
var bróðir bans, Mikkel Hauge settur í fangelsi
1 Osló ásamt 4 mönnum öðrum fyrir að vera að
Prédika. Þrír þeirra sluppu, von bráðar, en
•^ikkel Hauge og einn vinanna voru í fangels-
]nu í 2J ár, vegna þess að þeir vildu ekki bregð-
ast þeirri köllun, sem þeir höfðu fengið, að vitna
um trú sína fyrir öðrum. Þá urðu yfirvöldin
]eið á þessu og sendu þá heim. Margir fleiri
vinir Hauge voru teknir fastir og.voru margs-
konar rangindum beittir af yfirvöldunum.
Árið 1801 settist Ilauge að sem kaupmaður
1 Bergen. Þar var biskup að nafni Nordal Brun,
°g hans mun lengi minnst með þakklæti af
kristnum mönnum í Noregi, ekki aðeins vegna
Þess, að sjálfur var hann sanntrúaður og pré-
öikaði biblíulegan kristindóm, enda þótt em-
Þættisbræður hans, flestir hverjir, teldu hann
kafa lausa skrúfu í því.efni, heldur ekki síður
vegna þess, að hann reyndist Ilauge ávallt vel,
5»