Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 74
68
enda þótt hann skildi ekki Hauge og liti niður
á hann. Hann hefir sjálfur lýst skoðun sinni
á Hauge, að hann teldi hann ágætan borgara
og sannkristinn, en dálítið ofstækisfullan ,og
forskrúfaðan, en annars meinlausan.
En þótt Hauge væri nú setztur að sem kaup-
maður í Bergen þá var það alls ekki ætlun hans
að setjast þar um kyrrt. Iíann var á sífelldu
ferðalagi, bæði á sjó og landi, og alstaðar þar
sem hann kom vaknaði trúarlíf. Og jafnframt
jukust ofsóknirnar.
Eitt sinn sem oftar, er hann var að halda sam-
komu, kom prestur staðarins inn í samkomu-
lokin og spurði byrstur, hvað Hauge hefðist að.
Hauge sagði honum það og sagði honum jafn-
framt aðaldrættina í þeirri ræðu, sem hann
hafði haldið. Presturinn varð svo æfur - ekki
sízt vegna þess, hve Hauge var rólegur — að
hann hrækti í andlit honum. Hauge tók því með
þolinmæði; en bað þá sem viðstaddir voru að
syngja sálminn: Far út, þú óhreini andi -— því
að það mundi eiga bezt við. Það var gert og
presturinn hafði sig burt hið bráðasta. —
Vakningin fór nú sem eldur.í sinu um þveran
og endilangan Noreg. Þúsundir manna flykktust
um Hauge og vini hans. Það var því vitanlegt
að .brátt mundi syrta að fyrir alvöru. Og þess
var heldur ekki lengi að bíða. — 1 október 1804
var Hauge staddur hjá Mikkel bróður sínum,