Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 76
70
lýsing á ástandi því, sem ríkti á þeim tímum.
Og nú hóf stjórnin rannsókn á starfsemi
Hauge og öllum hans æfiferli. I>að hefir verio
sagt, að aldrei hafi æfiferill nokkurs Norðmanns
verið rannsakaður jafn gaumgæfilega og æfi-
ferill Hauge, en jafnframt, að enginn mundi
hafa staðizt þá rannsókn betur en hann.
Stjórnin lagði nú fyrir alla sína embættis-
menn, háa sem lága, að gefa skýrslur um þenn-
.an útbreidda ófögnuð, sem þeir töldu vakning-
una vera, og jafnframt að koma fram með til-
lögur til þess að útrýma honum. Og embættis-
mennirnir létu ekki standa á sér. Klerlcastéttin
var sérstaklega fús til þess að verða við skipun
stjórnarinnar. En er maður svo les þær ásak-
anir, sem þessir embættismenn gerðu á hendur
Hauge og hans fylgismönnum, þá er auðséð, að
það er ekki sannleiksást eða réttlætistilfinning,
sem er aðalhvötin, heldur óvild og hatur og fyr-
irlitning á þessum manni, sem hafði unnið sér
traust og hylli þúsundanna og orðið þeirra and-
legi leiðtogi, þar sem prestarnir stóðu máttvana
með allan sinn lærdóm. — Þeir segja m. a. í
skýrslum sínum: Hauge hinn alræmdi ofstækis-
maður og lýðsvikari, fanturinn, sem ber að með-
höndla sem fant, á það ekki einu sinni skilið,
að hann sé nefndur svo meinlausum nöfnum sern
trúarvingull eða ofstækismaður, því að hann
er útsmoginn svikari, sem hefir lag á að nota