Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 78
72
elsið þar. Pá álitu yfirvöldin óhætt að taka af
honum fjötrana, sem hann var búinn að bera
í mánuð, og- var það gert.
Stjórnin lét gera upptækar allar eigur Hauge
og skipaði nú hverja nefndina á fætur annari
til að rannsaka þetta mál. Og þar sem þeir auð-
vitað þorðu ekki að 'leggja trúnað á orð þessa
afbrotamanns, þá voru fylgismenn hans hundr-
uðum saman um allt landið yfirheyrðir, til þess
að vita hvort :hvergi væri hægt að finna ein-
hvern, sem sannanlegt væri, að Hauge hefði svik-
ið eða blekkt á einhvern hátt. En það mistókst
með öllu. Hauge leið ógurlegar sálarkvalir vegna
þeirrar meðferðar, sem hann sætti við yfir-
heyrslurnar, því að spurningarnar, sem lagðar
voru fyrir hann voru margar hverjar þræls-
legar. Mest var um það spurt, hvort hann
hefði svikið eða haft peninga út úr hinum og
þessum, en einnig um allt mögulegt annað, t. d.
hvort honum hefði nokkurntíma verið kennt
óskilgetið barn o. s. frv. —
Þannig leið hvert árið á fætur öðru, ávallt voru
gerðar nýjar og nýjar rannsóknir, nýjar og nýj-
ar nefndir voru skipaðar. 1804 var Hauge tek-
inn fastur og í des. 1813 féll loksins dómurinn.
Hauge var dæmdur í tveggja ára þrælkun og
átti að greiða allan málskostnaðinn, eftir 9 ára
rannsóknir. 1 forsendum dómsins kemur það
skýrt fram, að allt, sem Hauge var ásakaður um