Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 80
74
andi þá kveðju frá Hauge: Látið ljós yðar skína
fyrir mönnunum.
Bækur og pappír og blek var allt tekið
frá honum, og iðjuleysið fór mjög illa meö
þennan óþreytandi eljumann. Og allur aðbúnað-
ur var hinn versti. Á heilu ári fekk hann að-
eins þrisvar sinnum að koma út undir bert
loft. Afleiðingin var sú, að heilsa hans var að
þrotum komin, áður en langt leið. Um tíma voru
menn hræddir um líf hans, líkami hans varð
gulur og uppblásinn, eins og af vatnssýki, og'
tennurnar missti hann. — Og þó voru sálar-
kvalir hans enn meiri. Hann hafði ávallt verið
sannfærður um, að konungurinn væri sín meg-
in sem æðsta réttvísi landsins, en þegar hann
fekk nú svo óþyrmilega að kenna á ónáð þessa
valdhafa, þá hitti það hann í hjartastað. Því
að hann sá, að nú gæti hann ekki haldið áfrarn
að prédika, fyrst að æðisti valdhafinn var á
móti honum. Pegar hann var spurður að þvl
1806, hvort hann vildi hætta að prédika, þá
svaraði hann, að samkvæmt samvizku sinni og'
því loforði, sem hann hefði gefið Guði, þá teldi
hann sig skuldbundinn til þess að prédika. En
þar sem hann sæi nú, að þaðværi gagnstætt vilja
konungsins, og þar sem hann gæti ekki náð þeim
tilgangi, sem hann hefði ætlað sér, þá teldi hann
sér skylt að hætta. —
Bróðir hans og nokkrir vinir fengu að nokkr-