Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 82
76
við aftur til fangelsisins — það voru þakkir
föðurlandsins fyrir hjálpina.
Upp frá þessu var fangelsisvist Hauge miklu
mannúðlegri, enda ekki um annað að ræða, því
að heilsa hans var gersamlega þrotin. —
Eftir að honum var sleppt úr fangelsinu
keypti bróðir hans búgarð, skammt frá Osló og
þar bjó svo Hauge til dauðadags. —
1810 eftir 6 ára fangelsisvist bað verjandi
Hauge fyrir réttinum nokkra háttsetta embætt-
ismenn í Noregi um álit sitt á Hauge. En nú
kvað heldur við annan tón en sex árum áður,
enda var hann nú ekki lengur hættulegur keppi-
nautur. Allir hæla bæði Hauge og vinum hans
fyrir reglusemi, iðni, siðgæði og guðsótta. —
Síðustu árin kepptust stórmenni Noregs um
að hylla Hauge. Fjöldi manna af æðri stéttun-
um kom og heimsótti hann og þeir ráðguðust
við hann um ástand kirkjunnar svo sem e. k-
kardinála. — Árið 1815 fékk Ilauge heimsókn
af tveimur biskupum, tveimur guðfræðipróf. og
15 prestum í einu. Þar fóru fram umræður um
málefni kirkjunnar, og það var aðallega Haugu
og annar biskupinn, sem höfðu orðið. Biskup
Bugge segir frá því, að þegar hann hafi séð
Hauge þarna niðurbrotinn og þjáðan af allskon-
ar sjúkdómum, þá hafi hann ekki getað annaðen
sagt með sjálfum sér: Þetta hefir þú liðið vegna
Krists. —