Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 84
78
talið Hauge sinn andlega föður. — Sem dæmi
mætti nefna prófessor Gisle Johnson og próf.
dr. Hallesby.
Vor íslenska kirkja er nú í mikilli niðurlæg-
ingu. Hvað framundan er vitum vér ekki. En
vér vonum að Guð líti í miskunn til hennar og
sendi oss þjóna samkvæmt sínu hjarta. Það er
undir þeim trúuðu komið, hvort þeir biðja herra
uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru
sinnar. Vér vitum ekki hve mikils vér þurfum
með, en frá mannanna sjónum er ekki annað
sýnilegt en að vér þörfnumst eldskírnar — að
íslenzka kirkjan þurfi að eignast píslarvott, and-
fylltan, lifandi, kröftugan þjón, sem fórnar öllu
fyrir Krist, þjón, sem ekki ber fram eigin heila- *
spuna og vanmáttarhjal, til að svala sálarþorsta
friðvana og syndugrar þjóðar, heldur þorir að
boða fagnaðarerindið óskert, án þess að biðja
nútímamanninn fyrirgefningar í öðru orðinu,
— þjón, sem ekkert vill vita nema Jesúm Krist
og hann krossfestan — af því að hann hefir
sjálfur reynt, að orð krossins er kraftur Guðs
til hjálpræðis.
Valgeir SJcagfjörð
cand. theol. t
M