Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 87
81
ana í stórhópum, án þess að skilja eitt orð í máli
freirra, prédikaði dálítið yfir þeim með aðstoð
túlks og hélt síðan af stað til næstu sveitar,
skildi aðeins eftir uppreistan kross sem tákn
þess, að nú væri þetta hérað kristnað. Auðvitað
skildu Indíánarnir hvorki upp né niður í því,
sem fram fór, en krossinn og skírnarvatnið varo
efni í nýjan þátt í hjátrú þeirra, sem var nógu
mögnuð fyrir.
Það var árið 1588, að fyrstu Kristmunkarnir
(Jesúítar) komu til Paraguay. Að því er trú-
boðið snerti var lítil breyting til batnaðar við
komu þeirra; en í því tilliti hafði það framtíðar-
Þýðingu, að tveir þeirra, Portúgalsmaðurinn
Ortega og Skotinn Thomas Fields, komust í hér-
það, sem síðar átti að verða vagga hins mikla
sefintýraríkis Kristmunkanna. Dvöldu þeir fél-
a8'ar þar í 8 ár og undirbjuggu jarðveginn fyrir
hið mikla. verk, sem ^regla þeirra hóf þar í full-
11 krafti nokkrum árum síðar.
Hérað þetta hét Gwayra og er nú einn hluti
Hrazilíu. Indíánar þeir, sem byggðu héraðið,
^efndust Guaraníar, en sá kynflokkur var einna
fjölinennasti kynflokkurinn í Suður-Ameríku.
Huaraníar voru ekki í neinni stjórnmálaeiningu
sem þjóð, heldur skiptust í f jölmarga óháða ætt-
^lokka, sem höfðu ættarhöfðingja yfir sér, sem
Hazik nefndist. Peir byggðu kofa sína úr tré,
hálmi og rskinnum, og stóðu þeir í þéttri hvirf-
6