Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 89
83
°8' með lágri rödcl og litu aldrei á þann, sem
þeir töluðu við. Hvorki gleði né sorg gat hrifið
þá úr þessu þunglyndisjafnvægi. Peir gengu
fiieð sama svipnum til brúðkaupsins og aftöku-
staðarins. Ötta við dauðann þekktu þeir ekki,
refsing hafði engin áhrif á þá, og þeim stóð
alveg á sama þótt þeir yrðu til athlægis. En
þrautir og erfiðleika gátu þeir borið með slíkri
þÖgn og þolinmæði, að undrum sætti; það var
engu líkara en að þeir gætu forhert sig á sál
°g líkama, svo að öll tilfinning hyrfi.
Minni Guaraníanna var sterkt og nákvæmt.
Námfúsir voru þeir með afbrigðum,, sérstaklega
hofðu þeir frábæra eftirlíkingarhæfileika, svo
sð þeir gátu gert nákvæma eftirmynd af hverju
sem vera skyldi. En fyrirmynd urðu þeir að
hafa, því að þeim datt aldrei neitt sjálfstætt
úhug í þeim efnum. Þeir voru seinir í vöfunum
°g lengi að öllu, enda voru þeir latir og létu kon-
nrnar að mestu um alla vinnuna. Meðan konan
var að störfum sínum sat maðurinn á hækjum
sínum, hreyfingarlaus og sljór. En þegar mat-
nrinn var framreiddur, þá kom líf í hann, því
þeir voru matmenn með afbrigðum og alltaf
hungraðir. Drykkjumenn voru þeir einnig tals-
verðir.
Auk matar og drykkjar var það aðeins eitt,
8em komið gat lífi í Guaranía. Pað var hljóð-
f'ærasláttur. Peirra eigin hljóðfæri voru auð-
6*