Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 90
84
vitað mjög ófullkomin og fullnægðu alls ekki
hjómlistarþrá þeirra. En þegar Evrópumenn
komu með hljóðfæri sín og kennslu, þá vöknuðu
hinir glæsilegu hæfileikar þeirra til lífsins. Og
um einnar aldar skeið höfðu hinir kristnu Indí-
ánar á boðstólum svo góða kirkjumúsik, að mjög
er vafasamt að hún hafi verið betri nokkur-
staðar i Evrópu. Það er mælt, að kristniboð-
arnir hafi stundum farið upp fljótin og haft
hljóðfæraslátt í bátnum, og þá hafi Indíánarnir
þust út úr skógunum fram á fljótsbakkana til
að hlusta, já, sumir hafi kastað sér í fljótin
og synt eftir bátunum til að njóta hljóðfæra-
sláttarins betur og lengur.
Guaraníar voru mjög lítið félagslyndir. Það
•er mælt, að þótt tveir Guaraníar gengju hvor
á eftir öðrum með stuttu millibili, þá dytti þeim
aldrei í hug að breyta . gönguhraðanum til að
verða hinum samferða.
Það er gott dæmi urn lífsskoðun þeirra, hvern-
ig' þeir tóku á móti þeim, sem lengi hafði verið
að heiman. Án þess að mæla orð frá vörum
gekk hinn nýkomni inn í kofa sinn og settist
þar niður. Konurnar hringsnerust svo í kring-
um hann stundarkorn steinþegjandi og karl-
mennirnir stóðu kyrrir úti við vegginn þung-
búnir og þögulir. Síðan tóku konurnar að harma
og kveina átakanlega og svo rak hver harma-
sagan aðra um öll þau óhöpp, sem steðjað höfðu