Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 91
85
að heimili hans, meðan hann var fjarverandL
Karlmennirnir byrgðu andlitin í höndum sér
og endurtóku frásögn kvennanna lágum rómi.
Þegar svo Joessum raunatölum var lokið, þá var
hann óskaður velkominn heim og hinar beztu
kræsingar bornar fyrir hann.
Venjulega lifðu Guaraníar í einkvæni, en
kazikarnir höfðu þó leyfi til að hafa fleiri en
eina konu. Giftingaraldur var 10—12 ár hjá
stúlkunum; piltarnir dálítið eldri. Pegar mað-
urinn dó, var ekkjunni skylt að kasta sér niður
úr svo mikilli hæð, að hún ætti á hættu að rot-
ast. En slyppi hún lifandi, þá var hún frjáls
feröa sinna. -— Það var einnig siður meðal Guar-
anía, að faðirinn lá á sæng, þegar konan hans
hafði alið barn.
Guaraníar voru frábitnir hernaði. Peir vildu
heldur Jtola að gert væri á hluta þeirra en
að berjast. En ef þeir neyddust til að berjast,
þá urðu J>eir bókstaflega trylltir og skeyttu
engri hættu. Til þess að æsa sig upp áður en
bardaginn byrjaði, æptu þeir ógurlega, unz æðið
greip þá og þeir þustu fram eins og blóðþyrst
óargadýr, sem ekkert hræddust og aldrei hop-
uðu.
Helgisiðir Guaraníanna voru fáir og fábreytt-
ir. Þeir trúðu á guð, sem þeir kölluðu Tupa, en
sinntu honum annars sáralítið. Þegar kristniboð-
L