Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 93
87
munkarnir fengu hugmyndina að hinu einstæða
ríki, sem þeir stofnsettu í Paraguay, enda hafa
þfcúr sjálfir verið þöglir sem, gröfin um það atriði.
Þeir hafa gerhugsað fyrirætlun sína og undir-
búið allt með stakri nákvæmni og fyrirhyggju
eins og þeim er lagið, og þegar stundin var
komin og allt reiðubúið, var verkið hiklaust
framkvæmt og það óneitanlega af mikilli snilld.
Kristmunkaríkið í Paraguay var stofnað árið
1609 af tveimur Itölum, Maceta og Cataldino.
bm leið og þessir tveir Kristmunkaj- komu til
Assuncion, fékk spænski landsstjórinn, sem þar
hafði aðsetur, bréf frá konunginum með fyrir-
skipunum, sem voru í nákvæmu samræmi við
óskir Kristmunkareglunnar. Var landsstjóran-
dm tilkynnt, að upp frá þessu skyldu Indíán-
ttrnir aðeins gerðir undirgefnir með sverði Orðs-
his. Til þeirra skyldu aðeins sendir trúboðar, en
ekki hermenn. Bannað var að svipta Indíánana
frelsi sínu og að neyða þá til að vinna fyrir hvíta
ttienn; yfirvöldin skylclu kappkosta það eitt að
kenna þeim að tilbiðja einn, sannan Guð og á
friðsamlegan hátt að gera þá að fúsum og glöð-
ttm þegnum Spánarkonungs.
Þeir Maceta og Cataldino buðust til þess að
veita landsstjóranum aðstoð sína til þess að
homa þessum fyrirskipunum í framkvæmd, með
bví að fara sjálfir til Guayra sem trúboðar. En