Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 97
91
létu sem þeir sæju ekki yfirvöldin, enda var
borg þeirra vel víggirt, og yfirvöldin lokuðu aug-
Unum fyrir athæfi þeirra, því að hinn árlegi
brælamarkaður í Rio Janeiro varð að hafa eitt-
hvað á boðstólum, og Mamelúkarnir voru allra
manna vísastir til að sjá svo um, að nóg fram-
boð væri á þrælum.
Þegar héruðin umhverfis Sanct Paul voru
gerrænd, urðu Mamelúkarnir sem sagt að leita
leng]-a inn í landið. Og þar urðu þá Kristmunka-
^ýlendurnar fyrir >þeim. Auðvitað kærðu þeir
sig kollótta um það, þótt íbúar þessara borga
v«2ru kristnir og þegnar sama konungs og þeir
sjálfir. Þeir voru fegnari en frá megi segja, aö
Kristmunkarnir höfðu tekið af þeim ómakið og
s^fnað Indíánunum saman í stórar borgir, þar
Sem þeir gátu tekið,þá þúsundum saman í einu,
eri þurftu ekki að smala þeim saman á stóru
svæði. Og þeir hörmuðu það ekki, þótt þeir
hmmu við kaunin á Kristmunkunum, því að
heir áttu þeim grátt að gjalda fyrir það, að koma
^eð þessa óheyrilegu kenningu um jafnrétti
rauðra og hvítra manna, sem stefndi atvinnu-
^kstri Mamelúkanna í voða. Hann byggðist á
hví lögmáli, sem þeir töldu frá skaparanum
i-lrnnið, að rauði kynþátturinn væri til þess skap-
aður að vera þræll hins bvíta.
Arið 1628 komu Mamelúkarnir í fyrsta sinn
há í námunda við Incarnacion-nýlenduna. Þeir