Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 98
92
xéðust þó ekki á sjálfa borgina, en tóku með
sér allmarga Indíána, sem voru að vinnu úti á
akri. En Montoya hervæddi 1000 Indíána og
veitti þeim eftirför. Þegar hann náði þeim, gekk
hann ásamt nokkrum Indíánum inn í herbúðir
ræningjanna og krafðist þess að Indíánarnir
væru látnir lausir. Ræningjarnir hlógu að fífl-
dirfsku prestsins, en hann gekk þá sjálfur til
fanganna, leysti af þeim böndin og hélt heim
með þá. Ræningjarnir létu prestinn fara sínu
fram, hvort sem það nú var af undrun yfir þess-
ari dæmalausu fífldirfsku eða af ótta við Indí-
ánahersveitina, sem beið fyrir utan.
En ræningjarnir voru ekki af baki dottnir.
Tveimur árum síðar, 1630, komu þeir aftur með
margfalt meira lið og lögðu þrjár nýlenduborgú'
í rústir. Ibúarnir voru ýmist brytjaðir niður
eða hnepptir í fjötra, og bunónir síðan saman
með stuttu millibili í endalausa lest. Það var
ægileg feigðarlest, sem þannig var keyrð af stað
með svipuhöggum áleiðis til Brazilíustrandar.
Þeir voru 5000, Indíánarnir, þegar lagt var af
stað, en aðeins 1500 komust alla leið, hinir dóu
á leiðinni af hinni þrælslegu meðferð.
Tveir Kristmunkar fylgdust með til strandar-
innar og kærðu framferði ræningjanna fyrir
landstjóra Brazilíu. Hann tók vel í mál þeirra
og gaf þeim skriflega fyrirskipun til Mamel-
úkanna að láta Indíánana lausa og sendi um-