Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 100
94
hinum stóru bómullarverksmiðjum — allt var
yfirgefið og féll í henclur óvinunum bardaga-
laust.
Montoya hélt suður á bóginn með Indíánana,
sömu leiðina, sem þeir Maceta og Cataldino
höfðu komið í upphafi. Engan mun hafa dreymt
um það fyrir fram, hve ógurlegir erfiðleikar og
þrautir mundu verða á veg'i þeirra suður á bóg-
inn, og því er heldur ekki hægt að lýsa í fáum
orðum. En tölur tala stundum áhrifaríkara
máli, en þótt notuð séu mörg orð, og raunasögu
þessarar Indíánaþjóðar mætti að miklu leyti
rita með tölum.
Þegar allt var í blóma í Guayra-nýlendunni,
þá bjuggu þar um 100.000 kristnir Indíánar.
Af þeim voru aðeins 12000 eftir, þegar þeir yfir-
gáfu heimkynni sín, og aðeins 4000 komust til
hinna nýju heimkynna.
En Mamelúkarnir voru ekki á því að sleppa
bráð sinni. Þeim var lífsskilyrði að eyðileggja
verk Kristmunkanna og veittu þeim því eftir-
för til hinna nýju heimkynna. Innan skamms
höfðu Kristmunkarnir aftur stofnað 9 nýlendu-
borgir, og hugsuðu ræningjarnir sér því gott
til glóðarinnar. Þeim tókst þá líka, þrátt fyrir
hreystilega vörn Indíánanna, að leggja nokkr-
ar þeirra í rústir.
En nú sáu Kristmunkarnir, að þeir urðu að
taka til sinna ráða. Þrælasalarnir voru auðsjá-