Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 102
96
skilyrðislaust á sitt vald. Þeir gátu að öllu
leyti farið eftir sínu höfði með uppeldi Indíán-
anna og þurftu ekki að taka tillit til nokkurs
manns, nema yfirmanns Kristmunkareglunnar
í Róm. Pað var því ekkert því til fyrirstöðu,
að þeir gætu byggt upp fullkomið þjóðfélag,
enda álitu þeir, að sér hefði tekizt það fylli-
lega.
Pað sem fyrst vekur athygli manns, er maður
virðir fyrir sér þá þjóðfélagsbyggingu, er hin
gagngerða skipulagning í því smæsta sem því
stærsta. Allt er fyrirfram ákveðið, gerhugsað af
Kristmunkunum. Allar nýlenduborgirnar voru
nákvæmlega eins byggðar og daglegt líf var
nákvæmlega steypt í sama mót í þeim öllum. s
Pess vegna er nóg að lýsa einni borginni og
lífi einnar kynslóðar í henni, til þess að þekkja
sögu þjóðfélagsins inn á við í þá hálfa aðra öld,
sem það stóð.
I miðri borginni var kirkjutorgið; umhverfirf
það voru trjágöng, og á því miðju var dálítill
pálmalundur, þar sem upp var reistur róðu-
kross eða Maríulíkneski. Ot frá torginu í allar
áttir voru svo byggingarnar. Á eina hlið var
kirkjan og aðrar opinberar byggingar, en á
hinar hliðarnar voru kofar Indíánanna, sem
skipað var niður í stóra ferhyrninga. Miðdepill
Iwrgarinnar, eins og reyndar alls þjóðlífsins i
heild, var kirkjan, enda var ávallt byrjað á