Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 103
97
bví að byggja hana, þegar ný borg var reist.
í*8er voru oft og tíðum mjög tígulegar bygging-
skreyttar af mikilli list bæði hið ytra og
mnra. Allir kirkjumunir stóðust fyllilega sam-
anburð við það, sem bezt gerðist í Evrópu, bæði
að því, er snertir dýrmæti og hagleik, enda hrós-
uðu þeir sér af því, kristmunkarnir, að ekkert
gull eða silfur væri til í ríkinu nema það, sem
f'otað væri til að skreyta kirkjurnar. — Á torg-
inu fyrir framan aðaldyr kirkjunnar var gapa-
stokkurinn.
Hægra megin við kirkjuna var prestsbústað-
ai’inn og í sambandi við hann ýmsir skólar
íyrir þá drengi, sem þóttu að einhverju leyti
skara fram úr öðrum, og var þeim kennt lestur,
skrift, hljómlist og söngur. Hin almenna barna-
kennsla var aðeins kristindómskennsla, sem fór
H'am í kirkjunni. 1 nánd við prestsbústaðinn
Voru verksmiðjur borgarinnar, þar sem allar
baer iðnaðarvörur voru framleiddar, sem borg-
avbúar þurftu á að halda, og auk þess venjulega
einhver sérgrein í hverri borg til úiflutnings.
Hjá verksmiðjunum stóðu einnig forðabúrin:
■Kornforðabúrið, þaðan sam allir íbúarnir fengu
sinn daglega skerf, klæðageymslan, vopnabúrið
°g vörugeymsluhúsið. Og skammt frá verksmiðj-
uoum var sömuleiðis fangelsi borgarinnar. Um-
þverfis þessa húsaþyrpingu var hlaðinn veggur,
7