Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 105
99
sem nota mátti sem varnargarð, ef ófrið bar
að höndum.
Vinstra megin við kirkjuna var kvennaheim-
ilið. Það var allt í senn: fangelsi, vinnuhæli,
spítali og fátækraheimili fyrir konur. Þarna
voru allar þær konur látnar vera, sem enga
fyrirvinnu höfðu: munaðarlausar, ógiftar stúlk-
ur; giftar konur, meðan menn þeirra voru í
ferðalögum eða hernaði; fatlaðar konur, gaml-
ar ekkjur og ólæknandi sjúklingar. Og þarna
fengu stúlkubörnin tilsögn í allskonar handa-
vinnu.
I hæfilegri fjarlægð frá borginni var hús,
sem nefnt var Ramada, þ. e. gistihús fyrir
kaupmenn og aðra gesti, sem áttu eitthvert er-
indi við borgarbúa; því Kristmunkarnir gættu
þess vel og vandlega að Indíánarnir hefðu alls
ekkert samneyti við Evrópumenn.
Vegir voru íramúrskarandi góðir milli borg-
anna og reglubundnum póstferðum var haldið
uppi. Voru póstmennirnir ávallt tveir og tveir
saman, og sýnir það eitt með öðru fleiru, hve
vel Kristmunkarnir þekktu Indíánana; þeir
vissu, að sennilega mundi leti póstmannsins
hamla honum frá því að fara með póstinn alla
leið, ef þeir væru ekki tveir saman, til að gæta
hvor að öðrum.
Fyrir utan borgina tóku við garðar og akr-
ar víðáttumiklir og ótrúlega frjósamir. Og þar
r*