Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 106
100
fyrir utan tóku svo við beitilöndin, þar sem
kvikfénaðinum var beitt allan ársins hrin}>;.
Sumar borgirnar áttu um hálfa milljón kvik-
fénaðar, og var hjarðanna gætt af ríðandi Indí-
ánum.
Verkaskiptinsin var ákafleg’a nákvæm á öll-
um sviðum. Þess var vandlega gætt, að hver
maður feng'ist við það, sem hann var mest
hneigður fyrir. Frá því að drengirnir fóru að
hafa vit á hlutunum, var farið með þá frá einni
vinnustofunni til annarar, og því veitt nákvæm
athygli, hvaða atvinnugrein þeir virtust hafa
mestan áhugann á, og voru þeir síðan látnir
læra hana. Jafnhliða iðnaðinum ráku Krist-
munkarnir mikla verzlun. 1 verzlunarborgunum
við ströndina höfðu þeir umboðsmenn, sem sáu
um allan útflutning frá Kristmunkaríkinu og
sömuleiðis útveguðu þeir aftur í staðinn a.llt það,
sem þurfti að flytja inn, einkum salt og málma.
Og í hafnarborgum Evrópu höfðu Kristmunk-
arnir svo aðra umboðsmenn, sem sáu um alla
verzlunina. Þessi umfangsmikla og tekjudrjúga
verzlunarstarfsemi Kristmunkareglunnar hefir
vafalaust átt sinn þátt í því, hve hún varð óvin-
sæl og að hún var að lokum gerð útlæg úr lönd-
um Spánarkonungs.
öll þau auðæfi, sem þannig sköpuðust bæði
við iðnaðinn og verzlunina, var eign þjóðarheild-
arinnar, því að hér ríkti fullkomið sameignar-