Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 107
101
skipulag. Kvikfénaðurinn, akrarnir, verksmiðj-
urnar og íbúðarhúsin — allt var eign hins opin-
bera. Þegar brúðkaup var haldið, afhenti prest-
urinn ungu hjónunum kofa, sem þau höfðu um-
ráðarétt yfir, meðan þau lifðu, en þegar þau
dóu, var það aítur eign hins opinbera — erfða-
réttarhugtakið var ekki til. Hverjum kofa fylgdi
dálítill akurblettur, sem húsráðanda bar að
rækta, og uppskeran af honum var eign hús-
ráðanda. En þetta tækifæri til að fá séreign,
notuðu Indíánar yfirleitt ekki. Þeim bar að
vinna 4 daga í viku á sameiginlega akrinum,
en 2 daga í viku fengu þeir, til að vinna á sín-
um eigin bletti. En þá tvo daga snertu þeir
venjulega ekki handarvik. Þegar svo sáningar-
tíminn kom, var þeim skammtað útsæði úr korn-
forðabúri ríkisins, en venjulega fór það svo, að
þeir átu útsæðið, tóku svo með stakri þolinmæði
við þeim svipuhöggum, sem það hafði í för með
sér og fóru svo til prestsins aftur og báðu um
meira korn. Það kom oft fyrir að þetta endur-
tæki sig tvisvar og þrisvar sinnum. Þess eru
einnig dæmi, að Indíánahjón tækju uxa þann,
sem þeim hafði verið fenginn til að draga plóg-
inn, slátruðu honum og ætu hann upp til agna;
meðan bóndinn var að slátra og flá, tók þá
húsfreyjan plóginn og kveikti í honum, til
að geta brugðið kjötbitunum í eld um leið
og þau rifu það í sig.