Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 108
102
En færi nú svo að lokum að eitthvað af út-
sanðinu kæmist í akurspildu Indíánans, þá stóð
ekki á uppskerunni, því frjósemin var dæma-
laus; en oftast nær lét Indíáninn hana eiga sig
og rotna, því að ekki nenti hann að hirða hana.
Og' til hvers átti hann líka að vera að því?
Hann vissi að sig mundi hvort sem er
ekkert skorta, því að kornforðabúr ríkisins voru
full, hefði hann ekkert þá mundi ríkið sjá fyrir
honum. Enda var sú raunin á, að allir lifðu á
því opinbera. Þeim var daglegaskammtaðursinn
skerfur; einu sinni í mánuði var úthlutað korni
í brauð og ávextir. Hveitið vildu þeir helzt vera
lausir við, því að þeir þurftti að hafa svo mikið
fyrir því: fyrst að fara með það til malarans,
til að fá það malað, og síðan urðu þeir að bjástra
við að baka úr því brauð; en þeir höfðu síður
en svo nokkuð á móti því að fá hveitibrauð, ef
það var bakað hjá prestinum og þeir þurftu ekk-
ert fyrir því að hafa, annað en að éta það.
Skársta kornvaran fannst þeim maísinn, því aö
fyrir honum þurftu þeir ekki annað að liafa
en að mylja hann sundur og elda úr honum
graut, enda voru þeir einatt búnir með skerf
sinn löngu áður en mánuðurinn var liðinn. —
Annars var kjötið aðalfæða þeirra, og var því
úthlutað þrisvar í viku í svo stórum skömmt-
um handa hverjum, að Evrópumenn eiga erfitt
með að gera sér það í hugarlund. Te var út-