Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 109
103
hlutað kvölds og' morgna, því að ekki var þeim
trúað fyrir stœrri skömmtum í einu. Á sunnu-
dögum var úthlutað tóbaki og salti.
Börnunum var skammtað sér í lagi, því að
græðgi foreldranna var svo mikil, að þeir rifu
í sig matinn, en létu börnin sitja á hakanum
og' jafnvel svelta. Einn presturinn segir svo
frá, að hafi nokkurntíma verið til menn undir
sólinni, sem hafi farið bókstaflega eftir þeim
orðum Krists, að bera ekki áhyggju fyrir morg-
undeginum, þá séu það Indíánarnir. »Gefi ég'
heimilisföður kú, sem á að vera matarforði fyr-
ir fjölskyldu lians í 3 daga, þá er hann vís til
að vera búinn með hana fyrir sólsetur fyrsta
daginn. Og snemma næsta morguns kemur
hann svo til mín og segir: »Faðir, ég hefi ekk-
ert kjöt, ég' er mjög hungraður.«
Til þess að þessi margbrotna þjóðfélagsvél
gæti gengið slysalaust, þá þurfti umfangsmikla
og nákvæma skýrslugerð, enda stóð ekki á því.
Nákvæmar manntalsskýrslur voru gerðar yfir
allar fjölskyldur borgarinnar og einstaklinga,
og fór úthlutun á fæði og klæðum fram með
nafnakalli samkvæmt þeim skýrslum. Sérstök
skrá var yfir alla sjúka og fjarverandi o. s.
frv., sem sagt skrár og skýrslur um allt, smátt
sem stórt, breði um það sem gerðist og ekki
gerðist.
Eins og nærri má geta, þurfti sæg af eftir-