Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 110
104
litsmönnum til að safna efni í allar þessar
skýrslur, enda höfðu Kristmunkarnir heilan
herskara af innfæddum embættismönnum. Þeir
voru kosnir af borgarbúum til eins árs í senn,
samkvæmt tilnefningu prestanna, sem áttu
einnig að samþykkja kosninguna. Auðvitað var
því kosningin aðeins formsatriði, enda voru em-
bættismenn þessir aðeins viljalaus verkfæri
prestanna. En það er þó eftirtektarvert, að þeir
virðast hafa verið áreiðanlegir og duglegir þjón-
ar, enda heyrist aldrei umkvörtun yfir þeim.
Foringjastöður í hernum voru ávallt veittar
afkomendum gömlu ættarhöfðingjanna, Kazik-
anna, og gamla ættflokkaskiptingin hélzt að því
er herskipun snerti. Iníánaher Kristmunkanna
skaraði um langt skeiðfram úr öllumöðrum herj-
um í S.-Ameríku og var með afbrigðum sigur-
sæll. Tóku þeir mjög mikinn þátt í ófriðnum
milli Spánverja og Portúgalsmanna í S.-Ame-
ríku, og veitti ávallt betur. Pótti þeim heiður
mikill í því, að vera þannig máttarstólpar Spán-
arkonungs, enda kunnu Spánarkonungar lengi
vel að meta hjálp þeirra að verðleikum. Það var
þeim bæði skömm og skaði, er þeir gleymdu
því síðar meir, hvað þeir áttu Kristmunkunum
að þakka og launuðu þeim þjónustuna með því
að gera þá landræka og leggja verk þeirra í
rústir.
*