Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 111
105
Það hlýtur að hafa verið glæsileg sjón, að sjá
þessar borgir í blóma. Venjulega voru borgirnar
reistar á hseð, sem stóð upp úr hinum grænu,
víðáttumiklu sléttum, og fyrir neðan hæðina
rann straumlygnt fljótið. Frjósamir akrar lágu
að borginni á alla vegu, hlíðarnar voru þaktar
af pálmalundum og hinu fegursta blómskrúði,
og efst uppi gnæfði glæsileg kirkja í drottning-
arlegri tign. Rjúkandi reykháfar verksmiðjanna
og hin hvellu og tíðu hamarshögg frá öllum
verkstæðunum báru þess órækt vitni, að þarna
inni í miðjum frumskógunum var blómlegt at-
vinnulíf.
Það voru aðeins örfáir Evrópumenn, auk
Kristmunkanna, sem fengu að sjá Indíánaborg-
irnar, meðan þær stóðu í fullum blóma, því að
öllum óviðkomandi var þar stranglega bannaður
aðgangur, svo sem fyr er getið. Einn þeirra fáu,
sem hlotnaðist það, að sjá blómlega Indíána-
borg, var spænski hershöfðinginn de la Viana,
sem var sendur með hervaldi gegn Kristmunka-
ríkinu, til að neyða sjö af borgunum til hlýðni
við Portúgalsmenn, því að Spánverjar höfðu lát-
ið þeim þær eftir árið 1750. Þegar hann hafði
um langa hríð virt fyrstu borgina fyrir sér í
sjónauka, sagði hann: »Þeir góðu herrar í Mad-
rid, hljóta að vera eitthvað lasnir í höfðinu, að
þeir skuli ætla að láta Portúgalsmenn fá slíka