Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 112
106
borg. Allir þeir, sem hafa síðar séð rústirnar
af þessum borgum, hafa verið á sama máli.
>»
Það var í rauninni dásamlegt meistaraverk,
þetta ríki Kristmunkanna, að ytra útliti. En
hvernig var svo hin hliðin, sú sem sneri að ein-
staklingunum, Indíánunum sjálfum? Hér er að-
eins rúm til að minnast á örfá atriði.
Frelsi þekktist ekki í Paraguay, í þeirri merk-
ingu, sem vér notum það orð. Allt var í reglu-
bundnum skorðum, allt líf einstaklingsins var
nákvæmum fyrirmælum undirorpið, frá morgni
til kvölds, frá vöggu til grafar. Til þriggja ára
aldurs fengu börnin að vera í umsjón móður
sinnar, en eftir það annaðist hið opinbera um
þau. Þriggja ára gömul var byrjað að fara með
börnin í kirkju á hverjum degi, þau tóku þátt
í kristindómsfræðslunni, og lærðu þar utan að
bænir og ritningarstaði. Þann hluta dagsins,
sem afgangs var frá þessu, léku þau sér í sér-
staklega fyrirskipuðum leikjum undir umsjá
kennara, sem átti með leikjunum að venja þau
á iðni, reglusemi og hlýðni. Sex ára gömul byrj-
uðu börnin að vinna í sérstökum barnaflokkum,
sem fengu sjálfir að kjósa sér verkstjóra. I þess-
um vinnuflokkum unnu þau svo til 16 ára ald-
urs. Yngstu börnin voru venjulega látin vinna
við baðmullarræktunina, af því að það var létt-