Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 113
107
asta starfið. Síðar var þeim svo skipt á milli
atvinnugreinanna, eftir því sem þau höfðu hæfi-
leika til. Peir sem ætlaðir voru til verkstjóra
og embættismanna, lærðu að lesa og skrifa; þeir
sem áttu að taka þátt í messugerðunum fengu
tilsögn í söng og hljóðfæraslætti. Peir sem ekki
virtust hafa hæfileika til verksmiðjustarfs, voru
látnir vinna við akuryrkjuna. Stúlkubörn fengu
tilsögn í hannyrðum í »Kvennahúsinu«, sem fyr
er getið.
Sextán ára gamall — stúlkurnar reyndar dá-
lítið yngri — var Indíáninn tekinn í fullorðinna
manna tölu með því, að þá kvæntist hann. Hjú-
skaparmálin voru engan vegin talin einkamál,
heldur heyrðu þau undir valdsstjórnina. Enginn
hafði leyfi til að vera ógiftur, hvorki karl eða
kona, sem kominn var á giftingaraldur. Ekkj-
um bar einnig að giftast aftur eftir 6 mánaða
sorgartíma, ef þær voru þá ekki gamlar. Ungu
hjónin bjuggu þó í foreldrahúsum, unz þau
höfðu eignast fyrsta barnið, þá fengu þau sér-
stakan kofa til umráða, og upp frá því fengu
þau leyfi til að hafa sítt hár, en það var talið
virðingarmerki. — Sjálf hjúskaparstofnunin var
dálítið einkennileg. Pað var ekki karlmaðurinn,
sem átti frumkvæðið, heldur var það stúlkan,
sem hóf bónorðið. Hún fór þá til prestsins og
sagði við hann: »Faðir, mig langar til að eign-
ast N. N. fyrir mann, ef þú ert því ekki mót-