Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 114
108
fallinn«. Presturinn kallar þá manninn til sín
og spyr hann hvort hann vilji ganga að eiga
þessa stúlku, og því svaraði hann næstum ætíð
játandi, og síðan var brúðkaupið ákveðið.
Hjúskapurinn hafði, enga breytingu í för með
sér fyrir Indíánann í hinu daglega lífi. Það var
nákvæmlega eins, alla daga æfi hans. Dagur-
inn byrjaði og endaði með guðsþjónustu. Þegar
'kirkjuklukkurnar hringdu í dögun, þyrptust
allir, konur jafnt sem karlar á kirkjutorgið,
og þaðan var gengið í ákveðinni fylkingu inn
í kirkjuna, þar sem allir krupu svo á kné.
Fremstir voru karlmennirnir, þeir fullorðnu til
beggja handa, en börn og unglingar í miðið;
fyrir aftan karlmennina voru konurnar í sams-
konar niðurskipun.
Að guðsþjónustunni lokinni fór fram yfir-
heyrsla í kristnum fræðum, sem allir urðu að
taka þátt í. Síðan var gengið út úr kirkjunni
með sömu sveitaskipun og inn, og fór hver sveit
til sinnar vinnu. Smábörnin til lærdóms og
leikja á kirkjutorginu, iðnaðarmennirnir inn í
verksmiðjurnar, akuryrkjumennirnir út á akr-
ana með helgimynd og hljómsveit í broddi fylk-
ingar. Helgimyndin var látin í laufskála, og
hljómsveitin var allan daginn úti á ökrunum til
að uppörfa verkamennina. Konurnar voru und-
anþegnar vinnu um meðgöngutímann og meðan
þær höfðu börnin heima, til þriggja ára aldurs.