Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 116
110
þeir höfðu áður veitt beinum seiðmannanna lotn-
ing-u. Þeirra eigin prsónuleiki og hjarta var ekki
meö í trúarathöfnum þeirra yfirleitt. Einnig í
því efni voru þeir viljalaus verkifæri hins opin-
bera.
Ennfremur lærðu Indíánarnir að vinna. Þeir
unnu sleitulaust eftir nákvæmlega sömu regl-
unum allt sitt líf. En vinnugleðinni kynntust
þeir aldreb því að þeir unnu vegna þess, að
prestarnir skipuðu þeim það, og af því að eftir-
litsmennirnir voru stöðugt á hælunum á þeim.
Þeir unnu eins og þrælar af ótta við svipuna,
en ekki af sjálfsbjargarhvöt, því að þeir vissu,
að prestarnir mundu sjá þeim fyrir daglegu
brauði.
Listiðnaður þeirra komst á mjög hátt stig, og
kom hin frábæra eftirlíkingargáfa þeirra þar
að góðu haldi. En aldrei datt þeim í hug að
breyta til frá þeirri fyrirmynd, sem þeim var
fengin í hendur, og þess vegna var alger kyrr-
staða óhjákvæmileg. Einn prestanna segir svo
frá: »Indíánarnir eru einfaldir sem börn. Þeir
geta alls ekkert fundið upp af sjálfum sér;
presturinn verður ávallt að stjórna höndum
þeirra eða gefa þeim fyrirmynd til að fara eftir,
en þá getum við líka ;fullkomlega treyst því,
að þeir fari nákvæmlega eftir henni. Ef við
þurfum t. d. að fá fallegar, stórar knipplingar
í messuhökul, þá fáum við einhverri Indíána-