Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 117
111
konunni knipplingabút frá Evrópu, oghúnrekur
upp þræðina með nál og aðgætir hvernig þeim
er brugðið, og að því loknu leikur hún það eftir
með slíkri nákvæmni, að ekki er unnt. að sjá,
hvort er frá Evrópu og hvort hún hefir búið
til sjálf. Sömuleiðis höfum við 2 orgel, annað
búið til í Evrópu en hitt hérna, og eru þau svo
lík, að ég þekkti þau ekki að sjálfur. Við höf-
um messubók, sem er prentuð í Antwerpen
(fræg á 16. og 17. öld fyrir prentsmiðjur sínar)
og aðra, sem er skrifuð af Indíána, og það er
ekki unnt að sjá, hvor er prentuð og hvor er
skrifuð. Gjallarhornin eru nákvæmlega eins og
gjallarhorn frá Núrnberg, úrin eru ekki síðri
en heimsfrægu úrin frá Augsburg, og við höfum
málverk, sem við gætum vel sagt að væru eftir
Rubens. En ef við tökum fyrirmyndina frá Indí-
ánunum, þá eru þeir meira hjálparvana en lítið
barn í Evrópu, því að þeir geta alls ekki gert
sér hugmynd um það, sem þeir ekki sjá«.
Þannig voru Indíánarnir alla æfi ósjálfstæð
börn, alla æfi var verið að ala þá upp, enda var
uppeldið sniðið með það fyrir augum, að því
yrði aldrei lokið. öll æðri menntun var alger
bannvara fyrir Indíánana, þeir voru fáfróðir
sem börn og áttu^ að vera það.
Ávallt var Indíáninn undir eftirliti, hvar sem
hann var og hvert sem hann fór, og það vissi
hann. Ekkert mátti hann gera upp á eigið ein-