Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 118
112
dæmi. Ef hann vildi fara til næstu Indíána-
borgar, þá varð hann að fá skriflegt leyfi til
þess hjá prestinum. Enginn mátti leysa bát
í höfninni án sérstaks leyfis prestsins. Prestur-
inn var æðsti dómarinn, og hann hafði nógu
marga áreiðanlega þjóna til að fullnægja dóm-
unum og halda uppi reglu. Algengustu refsingar
voru hýðingar og fangelsisvist. En þeir sem voru
óviðráðanlegir og taldir hættulegir umhverfi
sínu, voru sendir í sérstakar sakamannaný-
lendur.
Indíáninn átti í rauninni ekkert heimili, sem
kallast gæti því nafni, því að hann átti ekkert
sjálfur, ekki einu sinni óvistlega kofann, sem
var næturskýli hans. Og hvernig átti hann að
finna nokkra heimilisgleði? Börnin voru tekin
frá honum 3 ára gömul, engar áhyggjur þurfti
hann að hafa vegna maka síns eða farlama for-
eldra, ríkið «sá um allt, sem þau þörfnuðust.
Hann þurfti um ekkert að hugsa nema sjálfan
sig, og það var honum fyrir öllu að sleppa, eins
létt og unnt var, við skyldustörfin og að full-
nægja maga sínum og fýsnum, og það sá ríkið
um að hann gæti með því að láta honum í té
nógu mikið af nýslátruðu nautakjöti og með
því að láta hann ganga í hjónaband strax, er
hann var orðinn kynþroska.
Skyldu þá ekki Indíánarnir hafa verið full-
komlega ánægðir með kjör sín undir handleiðslu