Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 119
113
Kristmunkanna? Það er ekki gott að segja, því
að það eru Kristmunkarnir, sem hafa ritað sögu
ríkisins, en ekki Indíánarnir. Vel getur verið að
flestir hafi verið ánægðir, en þó hafa slæðst
nokkrar frásagnir inn í sögurit Kristmunkanna,
sem benda ótvírætt til þess, að þar hafi þó verið
til allmargar undantekningar. Pannig sést það
t. d. að Indíánarnir hafa hundruðum saman
strokið úr borgunum; tóku þeir með sór hesta
og vopn og settust að í frumskógunum og lifðu
á ránum. Það kom einnig fyrir eitt sinn, er
styrjöld stóð yfir og eftirlitið var því lítið, að
allur æskulýðurinn úr einni borginni, bæði
drengir og stúlkur, flýðu út í skógana, og þar
voru þau mánuðum saman og lifðu á nautgrip-
um, sem þau stálu úr hjörðum ríkisins. Að lok-
um tókst þó að ná þeim \aftur, og prestarnir
flýttu sér að lögfesta þá sambúð, sem ungling-
arnir höfðu tekið upp úti í skógunum, og var
þannig breitt yfir hneykslið.
Og það er einnig eftirtektarvert í þessu sam-
bandi, hve þjóðaidíkaminn virðist hafa verið
veiklaður þrátt fyrir hinn ytri glæsileik, sem
lýst hefir verið hér að framan. Hvernig sem
Kristmunkarnir fóru að, þá tókst þeim þó ekki
að koma í veg fyrir, að fólkinu fækkaði. Þeir
ætluðu sér að auka fólksfjölgunina með því að
láta unga fólkið ganga snemma í hjónaband
og sömuleiðis voru barneignir verðlaunaðar á
8