Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 120
114
ýmsan hátt, en allt reyndist árangurslaust. Fólk-
inu fækkaði. öll aukning á íbúatölu ríkisins staf-
aði af því, að nýjir Indíánaflokkar settust þar
að. Við ófrjósemi Indíánanna bættist svo það,
að barnadauði var afarmikill, einkum vegna
ýmissa barnasjúkdóma, sem flutzt höfðu frá '
Evrópu, t. d. mislingar og bólusótt. Indíánarnir
voru yfirleitt mjög móttækilegir fyrir evrópisk-
ar farsóttir, og það var yfirleitt reglan, að þegar
Indíáninn veiktist á annað borð, þá endaði sjúk-
dómurinn með dauða. Lífsþrá átti hann sára
litla og mótstöðukraftur hans var mjög lítill
og virðist hafa minnkað mikið við það að yfir-
gefa hið frjálsa skógarlíf og setjast að í borgum.
Endalok ríkisins.
Spánverjar og Portúgalsmenn áttu í stöðug’-
um ófriði í S.-Ameríku, og þótt spænsku Indí-
ánahersveitunum tækist tvisvar að vinna aðal-
vígi Portúgala, þá náðu þeir því ávallt aftur.
Spænska hirðin nennti þá ekki að eiga í þessu
þófi lengur og tók það ráð að kaupa Portúgala
burtu á kostnað Indíánanýlendna Jesúítanna.
Skyldu Portúgalsmenn fá 7 nýlenduborgir og
var Indíánunum skipað að yfirgefa þær. Máttu
þeir taka með sér kvikfénað sinn og lausafjár-
muni, en allar fasteignir skyldu Portúgalsmenn
fá — byggingar, verksmiðjur, akra o. s. frv.