Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 121
115
En Indíánarnh’ neituðu skýrt og skorinort að
sætta sig við þetta ofbeldi, og tóku að búast
til varnar. Kristmunkarnir voru í miklum vanda
staddir. Auðvitað voru þeir af öllu hjarta Indí-
ánanna megin, en hins vegar höfðu þeir ávallt
hrósað sér af tryggð sinni og hlýðni við Spán-
arkonung, þeir reyndu árangurslaust að fá kon-
unginn til að taka skipunina aftur, og síðan
reyndu þeir að fá Indíánana til að sætta sig
við þessi grimmu örlög en einnig það var ár-
angurslaust. Þá'tóku Kristmunkarnir þann kost-
inn að yfirgefa Indíánana og' láta þá eina um að
verja sig gegn sameinuðum hersveitum Spán-
verja og Portúgalsmanna. Þeir vörðust af mik-
illi hreysti og unnu oft sigur, og enda þótt svo
færi að lokum, að þeir misstu hverja nýlenduna
á fætur annari, þá gáfust þeir þó ekki upp, held-
ur hófu umsátursstríð í smáflokkum og ollu
óvinum sínum feikna tjóni. Þannig gekk í ell-
efu ár, en þá var hætt við þennan ófrið og Indí-
ánunum leyft að hverfa aftur í borgirnar. En
áður en tækist að reisa borgirnar við aftur,
kom hin mikla örlagastund eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Kristmunkarnir urðu sífellt
óvinsælli í Evrópu og voru flæmdir úr hverju
landinu á fætur öðru, og 1767 voru þeir gerðir
útlægir úr löndum Spánverja. Þar sem menn
óttuðust að þeir mundu veita mótspyrnu í Para-
guay, var landsstjóranum falið að handtaka alla
8*