Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 122
116
Kristmunka á einum degi og halda fyrirætl-
uninni stranglega leyndri til þess dags, er hún
yrði framkvæmd. En þessi viðbúnaður reyndist
óþarfur, Kristmunkarnir veittu enga mótspyrnu
og voru allir settir í fangelsi, þangað til skips-
ferð gafst til Evrópu, en þá voru þeir sendir
heim. Nokkru síðar var Kristmunkareglan af-
numin af páfanum.
Um leið og Kristmunkarnir hurfu úr Para-
guay leið Indíánaríki þeirra undir lok. Guar-
anía-þjóðin var þó eftir og beið hinna grimm-
ustu örlaga, sem hér er þó ekki tök til að rekja
nema í fám dráttum.
Spænska stjórnin sendi nú nýja herra til að
stjórna Indíánunum; hver borg fékk einn verald-
legan embættismann og- einn klerk. En samkomu-
lagið milli veraldlega valdsins og hins kirkju-
lega var hið versta og bitnaði það allt á Indí-
ánunum, sem vissu ekki hvorum þeir áttu aó
hlýða. Ef þeir hlýddu öorum, létu hinir hýtía
þá, og stundum fengu þeir hýðingu frá báð-
um. Ba'ði embættismennirnir og klerkarnir
hugsuðu mest um að auðga sjálfa sig, og því
voru Indíánarnir þrælkaðir, og fengu þó ónóg-
an mat, engin föt og hreysum jæirra var ekki
haldið við. Börnin voru einnig þrælkuð og tekin
frá foreldrunum. kvikfénaðinn tóku Spánverj-
arnir frá þeim og akrar þeirra féllu í órækt.
Eymd og fátækt gerði þá algerlega sljóa fyrir