Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 127
121
II. ÝmisJegt.
Prestsvigslur: Aðeins einn prestur hefir ver-
ið vígður á tímabilinu frá 1. ágúst til sama
tíma 1934: Séra Þorsteinn L. Jónsson, til Mikla-
holtsprestakalls í Snæfellsnes prófastsdæmi.
Lauk embættisprófi í júní 1934.
Enginn þjónandi prestur hefir látizt á tíma-
bilinu, en einn uppgjafaprestur (séra Ölafur M.
Stephensen próf.). Tvær prestsekkjur hafa lát-
izt. (Fr. Kamilla S. Briem og Þórey Bjarna-
dóttir Kolbeins) og einnig ekkja Hallgríms
Sveinssonar biskups, frú Elína Sveinsson.
Sex prestar létu af embætti, þeir séra Pálmi
Þóroddsson, séra Árni Þórarinsson, séra Þor-
varður Þorvarðarson, séra Jakob Ö. Lárusson,
séra Runólfur M. Jónsson og séra Hálfdán Guð-
jónsson, vígslubiskup.
Prófastar skipaðir þeir: Séra Jósep Jónsson
í Snæfellsnesprófastsdæmi, séra Guðbrandur
Björnsson í Skagafjarðarprófastsdæmi og séra
öskar J. Þorláksson í V.-Skaftafellsprófasts-
dæmi.
Nýjar kirkjur hafa verið vígðar þrjár: I
Dagverðarnesi í Dalasýslu, Kolbeinsstöðum í
Hnappadalssýslu og Vík Mýrdal.
Biskupinn, dr. Jón Helgason, heimsótti 20
kirkjur í norðurlandi í sumar og athugaði jafn-