Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 130
124
Arið 1889 var fyrsta smákirkjan, Betlehemskirkjan,
tekin til afnota. Hön var reist í fiitœkrahverfi í öt-
jaðri borgarinnar. Allt safnaðarstarfið þar var unnið
aí frjálsum vilja. Ný stefna 1 kirkjulegu starfi var
hafin. Arið 1890 var ný nefnd mynduð til að hrynda
þessu móli áfram. í henni voru enn 7 leikmenn, sem
hófu öflugt, skipulagsbundið starf til þess að fá mftl-
inu framgengt, en órið 1896 rann só nefnd inn 1 nýja
félagslega stofnun, sem nefnd var »Kirkjubyggingar-
sjöður Kaupmannahafnar« og hefir hön haft alla for-
uetu í þessu móli slðan.
Petta kirkjubyggingarmál Kaupmannahafnar lét lítið
yfir sér í fyrstu, en setti sér hátt takmark. Pað fékk
litla áheyrn hjó þeim, sem með völdin fóru og það kom
skjótt í ljós að lausn þess yrði að koma úr annari ðtt.
Þeir, sem unnu kirkju og kristindómi, urðu sjálfir að
hefjast handa í þvl að byggja kirkjurnar, og stefnan
varð sú, að byggja þær litlar, en þeim mun fleiri.
Mynduðust svo utan um þær lifandi og starfandi söfn-
uðir.
Framkvæmdirnar í Kaupmannahöfn 1 þessu efni eru
stórkostlegar. Frá árinu 1886 hafa verið byggðar þar
60 kirkjur og á »Kirkjubyggingasjóður Kaupmanna-
hafnar« liðlega helming þeirra., A sama tíma hefir
verið safnað saman um 17 milljónum króna til kirkju-
bygginga meðal almennings.
Pessi starfsemi hefir einnig vakið mikla athygli ann-
ara þjóða og orðið til hvatningar og eftirbreytni. I
Osló 1 Noregi hefir t. d. verið stofnað »Smókirkna-
félag«, sem þegar hefir byggt fjórar kirkjur og hefii
hug á og undirbýr byggingu margra fleiri kirkna.
Væri ekki kominn tími til, að samskonar starf
væri hafið hér ó landi, að minnsta kosti 1 höfuðstað
þess, Reykjavik?