Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 132
126
an og raunverulegan mikilleikcc. I’annig í'arast stjórn-
inni orð í bréfi hennar til skólastjóranna.
400 áva aíinsell BiblíuþýMngnr Lnthers.
Á þessu ári eru 400 ár liðin frá því er þýðing Luthers
á Biblíunni á þýzka tungu kom út. 1 tilefni af því
er haldin ein hin merkasta og fullkomnasta Bibliu-
sýning að sínu leyti í Wittenberg. Þar er safnað saman
öllum verðmætustu útgáfum Bibliunnar og pörtum
hennar, og ber sýningin greinilegan vott um þörf
þýzku þjóðarinnar fyrir fagnaðarerindið jafnframt því
scm hún sýnir að Luther gaf þjóðinni móðurmál sitt
með því að skapa ritmál hennar með Biblíuþýðingu
sinni.
Sýningunni er skipt í fjórar deildir. Fyrsta deildin
sýnir Biblíuna eins og hún var fyrir Luthers daga;
þroskasögu hennar alla . eið frá hinum skrautlegu lat-
Inu-handritum karolinanna, miðaldaútgáfurnar með hin-
um stóru upphafs-skrautstöfum, og til þess tíma er
prentlistin fannst árið 1440. 1 þriðju deildinni má sjá
þýðingu Luthers, sem hann byrjaði í Wartburg fyrir
400 árum og lauk í húsinu, þar sem sýning þessi er
nú haldin, og er það talinn merkasti hluti sýningar-
innar, og sem vekur mesta athygli. I fjórðu deildinni
er sýnd þroskasaga Biblíuútgáfunnar eftir Luthers daga
til vorra tlma.
Ibúatala jarðartnnar.
Samkvæmt slðustu opinberum skýrslum er íbúatala
jarðarinnar nú talin 1820 milljónir manna. Þar af eru
í Aslu 9B9 milljónir, Evrópu 478 milljónir, Norður-
Amerlku 162 milljónir, Suður-Amerlku 77 milljónir,
Afríku 140 milljónir.