Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 135
129
árangur baráttunnar gegn kristindórainum. Bókin heit-
ir: »Baráttan gegn kirkjunni gengin inn i nýtt tímabil«.
1 bók þessari er kvartað mjög yfir því að barátta
guðleysingja hafi ekki borið æskilegan árangur. Höf-
undurinn kvartar sárt yfir, að ekki hafi tekizt að út-
rýma trúnni hjá rússnesku þjóðinni, og ekki nóg með
það, heldur virðist svo sem trúnni hafi þvert á móti
vaxið ásmegin. Hún vex ekki eingöngu þar, sem hinni
guðlausu kúgun er beitt, hejdur vex hún ört og sjálf-
krafa annarsstaðar. Guðleysingjar fyllast sorg og kvíða
út af þessu. Enginn treystir framar loforðum fyrstu
fimm ára áætlunarinnar, sem hét því að útrýma allri
trúrækni. Þeir eru mjög áhyggjufullir yfir fyrirsjáan-
legu stríði og baráttu, eigi þeir að vænta nokkurs
árangurs, og þeir telja mjög tvísýnt um hann.
1 KoJro
er um eitt þúsund ára gamall Muhamedanskur háskóli,
E1 Adkar. Þangað sækja neniendur frá öllum Muhain-
edönskum löndum, aðallega þó frá Egyptalandi, en einn-
ig frá Syríu, Tyrklandi, Afríku, Afganistan, Persíu og
viðar að.
Nemendur háskólans eru nál, 10—12 þús. að tölu og
2—300 prófessorar og kennarar starfa þar. Nemend-
urnir byrja nám sitt þar 10—12 ára og námstíminn
er 12 ár.
Ararat.
Englendingur, J. J. Mitchell að nafni, ráðgerir uö
ganga á fjallið Ararat í Armeníu og er að undirbúa
það. Ararat er 16920 feta hátt og Persar nefna það
fjallið hans Nöa.
Egyptftlami
hefir um 14 milljónir íbúa. Af þeim eru 13 milljónir
Muhamedstrúar, 90 þúsund tilheyra ICoptisku kirkj-
9