Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 3

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 3
L A Ð A K U R E Y R I m u n i n n ENNTASKÓLANS Á maí MCMLXIII 4. tölublað Þá er veturinn á enda og 6.-beklúngar orðnir dimittendar og farnir að lesa undir próf. Tíminn lœtur ekki að sér hæða. Afram líður hann, og eng- inn veit, hversu langt er til eilífðarnóns. Nýir menn koma í Menntaskól- ann á Akureyri og breyta áisjónu hans. Og nýr ritstjóri hefur verið kjörinn. Þá er mál fyrir mig að segja bless og takk fyrir samveruna. Það hefur verið á margan hátt skemmtilegt að starfa við blaðið, enda þótt göngurnar frá Pétri til Páls í leit að efni, séu oft hvim- leiðar, einkum þegar uppskeran er lítil. En hún hefur sízt verið lélegri i vetur en eðlilegt er miðað við undanfarin ár. Það er auðskilið, lwers vegna fáir vilja skrifa i blaðið, slikt tekur sinn tíma og mörg horn er hægt að finna sér að lita í. Þó finnst mér stundum undarlegt, hvað tnargir hafa litið að segja, eða þora þeir kannske ekkert að segja? En sá sem er ekki maður til að mynda sér skoðun og standa fyrir henni. meðan hann er í menntaskóla- verður það kannske aldrei. Að minu viti hefur menningarlíf i skólanum verið með blómlegasta móti i vetur. Vonandi verður það bæði fjörmeira og rishærra í framtíðinni. Opnið gluggann og láitið vindinn feykja hurt gömlu ryki og flytja inn nýtt loft. Verðið sjálfir ferskir menn og horfið ykkar eigin augum á heiminn, bætið það sem ttiiður fer. Ef ungir menn liorfa ekki gagnrýnisaugum á hlut- ina, heldur gerast sljóir og gamlaðir um aldur fram, þá heldur heimurinn áifram að vera jafnbölvaður eða skítsæmilegur og hann er. Svo þakka ég fyrir samveruna og óska Menntaskólanum á Akureyri alls hins bezta í framtíðinni. Sérstaklega þakka ég ritnefnd og auglýsingasmöl- um, svo og ábyrgðarmanni, Friðrik Þorvaldssyni, fyrir sérlega lij)ra sam- vinnu. Síðast en ekki sízt vil ég færa starfsmönnum og eigendum P. O. B. þakkir fyrir þann skerf, sem þeir fyrr og síðar hafa lagt til útgáfu Munins, en án liinna hagstæðu viðskiptakjara þar yrði annað upp á teningnum með fjárhag og útgáfu blaðsins. R ö gnv al d ur Hannesson. MUNINN 83

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.