Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.05.1963, Qupperneq 8

Muninn - 01.05.1963, Qupperneq 8
BERGÞÓRA GÍSLADÓTTIR: 18. júní Veiztu, að unga, Ijóshærða stúlkan, sem hló með þér í gær að barnslegri gleði þinni, þegar þú gekkst í fyrsta skipti við hlið henn- ar með hvíta húfu, býr yfir sorg? Veiztu, að þegar hún kom heim í húsið á hæðinni, í ríkulega búna stofuna, staðnæmdust augu hennar við ferhyrndan blett á veggnum, og þau fylltust tárum? Þarna á veggnum var einu sinni mynd. Mynd af brosandi ntanni með stúdentshúfu og blóm í hnappagatinu. Hún var tekin 17. júní, í sólskini, þegar trén í görðunum eru nýorðin græn og gefa frá sér angan, sem unga fólkið tekur ekki eftir, en minnir gamla fólkið á vor fyrir mörgum árum, þegar birkið ilmaði og fugl- arnir sungu. Þá hvarflaði ekki að neinum, að vorhretið ætti eftir að koma. Þá datt eng- um í hug, að greinar trjánna ættu eftir að verða þungar af hrími og þrestirnir að kúra hálfgrafnir í snjó á hreiðrunum sínum. Og svo þegar sólin færi aftur að skína, væru blöðin á trjánum skorpnuð með ryðrauðum blettum eins og af blóði. Engum datt í hug, að aldrei kæmu ungar úr eggjum þrastar- ins, því honum hafði ekki tekizt að verma þau, þegar ískalt rigningarvatnið seitlaði niður með hliðum hans og vætti dúninn. Það var vor, og þá var myndin hengd upp. Myndin af unga manninum með stú- dentshúfuna. Það var gaman að hafa mynd af svona ungum og efnilegum manni í stof- unni. Og öll fjölskyldan horfði brosandi á myndina. strax að segja Jiér frá því markverðasta, sem hann man eftir, óðamála og mikið niðri fyr- ir. Þú hlustar hugfanginn á hann, og þér finnst þt'i vera hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Hann er orðinn svo stór og hraustlegur, og gleðin skín út úr andliti hans. Þú getur ekki haft augun af honum fyrr en konan býður ykkur að gera svo vel. Hún hefur hitað kaffi og lagt á borð- ið í garðinum. Drengurinn tekur í hönd þér og togar þig með sér að borðinu. Hann læt- ur móðan mása yfir kaffinu, en þið hlustið brosandi á. Skyndilega manst Jrú eftir böggl- inum, sem liggur enn á stéttinni, þar sem þú fleygðir honum. Þú sækir hann og færð drengnum. Hann dylur ekki forvitni sína, heldur rífur þegar utan af honum. Síðan hleypur hann inn í húsið til að skipta um föt. Þú hafðir aldrei ætlað að dveljast hérna svona lengi, en einhvern veginn getur þú ekki slitið þig burt. Þú kvíðir því líka, hvernig drengurinn taki því, er þú ferð aft- ur frá þeim. Enn hefur þú ekkert minnzt á brottförina við þau Þegar nokkuð er álið- ið kvölds hjálpar hún honum að þvo sér, segir honum að fara inn að hátta og kveðst sjálf koma bráðum líka. Eftir skamma stund heyrist kallað mjórri röddu innan úr svefnherberginu: „En mamma, hvar á pabbi að sofa?“ Þið lítið hvort á annað, en engu er svarað. Stuttu seinna læðist drengur á bláum náttfötum fram í dyrnar og segir: „Gamla rúmið er ennþá inni í geymslu, það er hægt að koma með það inn.“ Konan hikar andartak, en tekur hann svo í faðm sér og segir titrandi röddu: „Já, auðvitað er það hægt, við sækj- um það rétt strax. En nú skaltu fara að sofa, elsku drengurinn minn.“ Þegar hann hefur lokað á eftir sér hurð- inni, snúið þið ykkur hvort að öðru, og þú Jrrýstir konunni þinni að þér. 88 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.