Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 15

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 15
mundssonar. Honum finnst að vonum allt kvæðið óskynsamlegt: skipting í ljóðlínur, hrynjandi, stuðlar, rím, efnið sjálft, og vit- leysan nær hámarki í lokin: Eg er dularfulla blómið í draurni hins unga manns, og ég dey, ef hann vaknar. Öll rökvísi veraldarinnar stæði magnlaus til að koma honurn í skilning um allt, sem rnáli skiptir í kvæðinu. En sé maðurinn að eðlisfari ekki sneyddur hæfileika að njóta ljóða, læri hann kvæðið, lesi fleiri kvæði o. s. frv., Jrá breytist Jretta. Forrnið seytlar inn í hann, stillir hann til samræmis við sig. Hann finnur, að unnt er að ná kynlegum áhrifum með því að víkja frá venjulegu sundurlausu máli, þótt engin bragfiæði geti skýrt annað en yzta borð þeirra töfra. Hann skilur efnið smám saman, hálfa leið með skynseminni, hálfa leið órar hann fyrir því vegna stemningarinnar, sem kvæðið vekur. Og loks getur svo farið, að á einni svip- stundu lifi hann kvæðið með enn nýjunr skilningi, sem vekur honum óvæntan unað og er sömu ættar og andagift skáldsins, sem orti það. Þá verða einmitt ljóðlínurnar, sem honum upphaflega Jróttu heimskulegastar, dýrlegar í vitund hans. — Margir finna nútímaljóðlist á íslandi til foráttu, að skáldin hafa losað sig við hið hefðbundna form. Oft má heyra sagt sem svo. „Þetta er ekki 1 jóð, heldur óbundið mál.“ Þá virðist algjörlega gengið fram hjá þeirri staðreynd, að mjög fáar þjóðir aðrar en íslendingar munu hafa ort undir stuðl- um og höfuðstöfum, og endarím er hvergi nærri aljrjóðleg regla. Hvorki Virgill né Hóras þekktu endarím eða stuðlasetningu. Auk þess hlýtur að orka mjög tvímælis, að reglubundin niðurröðun hljóða og samstafa skipti vötnum í skáldskap. Margur stuðlað- ur og rímaður samansetningur er í raun- inni stuðlaður og rímaður prósi, t. d. Jressi alkunna vísa: „Það er hægt að hafa yfir heil- ar bögur án þess að rímið þekkist, þegar Jrær eru nógu alþýðlegar.“ Og líturn til Alda- mótaljóða Hannesar Hafstein: „Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vél- ar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa jrjóð með verzlun eigin búða. — Sé ég í anda sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akra hylja móa. Brauð veitir sonum móður- moldin frjóa. Menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Hér ræðir skáldið ósköp blátt áfrarn um samgöngumál og ræktun, gæti verið ágætur sósíalrealisti, en annars skemmtilega framsett og falleg framtíðarspá fátækri þjóð. Engin dýpri merking, engin stemming. Hvað er þá að segja um þau fjölmörgu „ljóð“, sem eru ekki annað en stuðlað og rímað orðagjálfur og hrófatildur utan um næsta magra hugsun, smbr. Æra Tobba. En hver vill kalla Jretta ljóðbrot Jóhannesar úr Kötlum „venjulegan prósa“? ekkert er eins sárt göfuga hugsjón og að vita þig gráta finna krampateygjur þínar í luktu brjósti sínu finna brennandi tárin hrökkva sem óskiljanlegar spurningar úr barnsaugum þínum fullum af ný- kveiktu ljósi finna þig skjálfa af eftirvæntingu og kvíða meydómsins Jregar veruleikinn kemur handan úr stríðinu — kemur skálmandi inn í brjóstið með rýting milli tannanna og vill sameinast Jrér nakinn og blóðugur MUNINN 95

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.