Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 13

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 13
hneigjast til svartsýni og lífsleiða. Vanda- mál okkar eru ekki fyrirferðarmikil á yfir- borðinu, en leyna því betur á sér. Það er að ýmsu leyti léttbærara að glíma við óblíða náttúru en sinn eigin draug: þjóðfélagsleg vandamál, innri tómleika og tilgangsleysi lífsins, sem mörgum virðist svo augljós. A skömmum tíma hefur þjóðin flutt úr sveit í borg, og komið hafa upp vandamál ný af nálinni, sem við vitum ekki, hvernig snúast skal gegn. Við erum hræddir við samtíðina, hræddir við hið nýja, sem er okkur fram- andi, kemur okkur í opna skjöldu. Við söknum sveitasælunnar og hins óbrotna lífs í skauti náttúrunnar, þrátt fyrir fátækt þess og umkomuleysi. Skáldin hafa auk þess á- hyggjur út af vaxandi ómenningu, afleið- ingu menningarfjandsamlegrar gróða- hyggju, tímafreks brauðstrits og erlendrar sníkjumenningar handhægrar til að drepa tímann. Fólkið heyrir ekki lengur raddir skáldanna, þau verða innhverf og kveða um tilfinningar sínar, uggandi um hag sinn og annarra. Ari Jósefsson sér mynd sína gegn skugga samtíðarinnar: að öðruleyti er ekkert nema myrkrið og andlit manns sjálfs það speiglast í rúðunni og maður er ljótur í framan Lítum til umheimsins, sem nálgast okk- ur með þróunarhraða tækninnar. Langvinn- ir friðartímar í Evrópu (eða því sem næst) og sigrar mannsandans á sviði vísindanna á 19. öld komu af stað bjartsýnisöldu trúar á manninum og menningunni, sem reis æ hærra, unz hún brotnaði á byssustingjum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Islenzk skáld urðu mörg hver fyrir miklum áhrifum frá þessari bjartsýni. Svartsýni var að vísu ekki óþekkt meðal íslenzkra skálda á þessum tíma, eins og sannast á þeim raunsæismönn- unum Gesti Pálssyni og Bertel E. Ó. Þor- leifssyni, sem reyndar stytti sér aldur. F.n þessi svartsýní átti rót sína að rekja til ann- marka líðandi stundar fremur en til þess. að þjóðin ætti ekki betri tíma í vændum. Áfangar voru þegar að baki í sjálfstæðis- málinu, verklegar framfarir voru í uppsigl- ingu. Hannes Hafstein sá bjarma af nýj- um degi. Matthías Jochumsson trúði á gæzku guðs og tignaði mannsandann. Hjá honum var trú á fegurð lífsins, trú á mann- inum og menningunni undirstaða jákvæðr- ar trúar á æðri máttarvöld. Hann sá algóð- an og almáttugan guð í öllu og orti svo um sumardaginn fyrsta: Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði! Kom blessaður í dásemd þinnar prýði! Kom lífsins engill nýr og náðarfagur, í nafni Drottins, fyrsti sumardagur! Kom til að lífga, fjörga, gleðja, fæða, og frelsa, leysa, hugga, sefa, græða. í brosi þínu brotnar dauðans vigur, í blíðu þinni kyssir trúna sigur! Ég fagna þó; ég þekki, hvað er merkast, og þykist sjá, hvað drjúgast er og sterkast, að það, sem vinnur, það er ást og blíða. Haf þökk míns hjarta, sumargyðjan fríða! Jafnvel heimsstyrjöldin fyrri megnaði ekki að ræna hann bjartsýninni: Hjaðningar herja láð. Hríð sú er lífsins stríð. Brandar í blóðgri und blindaðir slá í vind. Hildur með hulin völd hræin sín vekur æ. Hel fær ei haldið val. Hörð eru kjör þín, jörð! En samt heldur hann svo áfram: Sjáðu, þótt buni blóð, blæðandi þjóðar æð, gróðann á lífsins leið, ljómandi manna blóm. MUNINN 93

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.