Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 26

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 26
ekki ætluðu heim, gefið frí (aðrir voru farnir). Föstudag 12. marz kom hingað hljóm- sveit frá menntaskólanum í Vásterás, vina- bæ Akureyrar. Svíarnir héldu hér tónleika og var frábærlega vel tekið. Einnig léku þeir í setustofunni hvenær sem færi gafst. 15. marz var haldinn dansleikur í setu- stofunni fyrir Svíana og er þaðan runnið orðtakið „at danse pá svensk máde“. Kennsla hófst svo að nýju 17. apríl kl. 8 að morgni og vantaði þá um það bil þriðj- ung nemenda og kennara. Hringt var á söngsal kl. 10,30 og síðan gefið frí. Huginn hélt málfund þann sama dag. Rætt var um félagsmál í skólanum. Þráinn Þorvaldsson hafði framsögu. Auk hans létu frambjóðendur við kosningar í formanns- stöðu Hugins talsvert á sér bera. Aðalfundur Hugins var haldinn á Sal fimmtudaginn 18. apríl. Fundarstjóri var skipaður Þráinn Þorvaldsson. Fékk hann þó ekki að stjórna öðru en sjálfum sér í það skiptið. Eftir að menn höfðu greitt atkvæði um ýmsar stöður, hóf Gunnar for- maður lestur á fyrirhuguðum lagabreyt- ingum. Er hann hafði lokið þeim lestri voru 60 manns eftir á Sal. Greiddi 41 maður at- kvæði með lagabreytingunum og 7 á móti. Loks sakar ekki að geta þess, að Björn Páls- son náði kosningu sem formaður Hugins og Friðrik Þórleifsson var kosinn ritstjóri Munins. Árnum við þeim allra heilla í starf- inu. Bókmenntakynningarnefnd gekkst fyrir kynningu á leikriti EUGENE IONÉSCOS „Sköllóttu söngkonunni" þann 19. apríl. Leikritið var lesið af sviði, og hafði Karl Guðmundsson verið fenginn til að leið- beina upplesurum, en þeir voru: Rögnvald- ur Hannesson, Katrín Friðjónsdóttir, Brynj- ar Viborg, Helga Jónsdóttir, Kristinn Jó- hannesson, Stefanía Arnórsdóttir og Gunn- ar Rafn, sem var kynnir. Hér var um að ræða frumflutning á þessu verki. Urn 130 manns munu hafa sótt kynninguna. Auk þess var leikritið flutt í Borgarbíói sunnudaginn 21. apríl kl. 22.30 við lélega aðsókn. Dimission var haldin laugardag 20. apríl. Skemmtunin var að sögn vel heppnuð. Carmina kom út að morgni 20. apríl. Var hún sæmilega vel úr garði gerð, þó sögðu gárungarnir að Carminunefnd væri að þessu sinni skipuð anti-húmoristum. Gambri leit dagsins ljós í annað sinn á þessum vetri hinn 22. þessa mánaðar. Blað- ið var nú prentað og einkar vel úr garði gert. Væri það óskandi að hann gæti haldið áfram á þessarri braut. Lýkur svo þessu spjalli Jóhann Heiðar HNEKLA Hví yrki ég ekki fagnaðarsöng, sem allir vilja heyra? Ég er hræddur. Hræðist örlög mín, barnanna og blómanna, sem vaxa úti í garðinum. Sprengjurnar hafa enn ekki verið eyðilagð- ar. Ég er hræddur, og ég elska blómin og börn- in og vil ekki, að þau afmáist af jörðinni Sprengjurnar hafa ekki verið eyðilagðar. Friðardúfan er kannski lituð kráka. Fólkið vill ekki vita þetta og hlustar því ekki á mig. Eyðileggið sprengjurnar og þá skal ég yrkja fagnaðarsöng. Sem allir vilja heyra. M. M. 106 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.