Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 17

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 17
Fyrirspurn svarað A spurningasal barst mér svohljóðandi spurning: Fyrirspum til formanns L. M. A. a) Eru til lög um starfsemi L. M. A.? Ef svo er ekki, er þá ekki hæpið að um félag sé ræða? b) Er öllum nemendum M. A. heimilt að ganga í félagið. Og hvers vegna eru aðal- fundir þá ekki boðaðir opinberlega. Ef þetta eru ekki almennir opinberir fundir fyrir alla nemendur M. A., er þá ekki hæp- ið að kalla þetta L. M. A? Svar óskast. Eins og sjá má, er spyrjanda allmikið niðrifyrir. Hann reynir að setja þetta skipu- lega fram, en blandar öllu saman. Þó virðist mér hann vera að leita eftir því með fyrri lið spurningar sinnar, hvort Leikfélag M. A. sé yfirleitt til. í b-liðnum slær hann því hins vegar föstu og spyr, hvers vegna fyrir- komulag félagsins sé svona en ekki hins- egin. Ég hlýt að svara a-lið spurningarinnar játandi. Það eru til skráð lög um starfsemi félagsins. Sem svar við b-lið vil ég tilgreina tvö atriði úr lögum félagsins. Þriðja grein hljóðar svo: „Meðlimir félagsins teljast Jreir, sem starfa með félaginu ár hvert“, og í fimmtu grein stendur: „Aðalfund skal halda í lok hvers skólaárs, og skal til hans boðað meðal meðlima með minnst eins dags fyrirvara“. Þeir nemendur M. A., sem áhuga hafa á því að taka þátt í starfsemi félagsins, geta gefið sig fram við stjórn þess, sem ákveður starfsfólk ár hvert. í hlutverk velur leik- stjóri. Þar sem starfsmenn L. M. A. hljóta að leggja mikið á sig og tapa miklum tíma frá námi, eru nemendur ekki teknir til starfs, ef líkur þykja til þess að þeim stafi hætta af því, þegar til alvöru vorprófanna kemur. I haust sem leið auglýsti L. M. A. eftir áhugafólki. Fáir gáfu sig fram. Kannske var það vegna þess að okkur láðist að taka það fram, að hlutaðeigendur fengju ef til vill að borða í eldhúsinu nokkra daga, fá leyfi úr tímum, og borða tertur á Sigfufirði. Að minnsta kosti varð raunin sú, að þegar ,,hlunnindanna“ fór að gæta, tók að heyrast kurr frá þeim, sem ekki höfðu áður haft á- huga á starfinu. Að ekki sé talað um allar ofsjónirnar, sem ýmsir menn sjá yfir hinum „stórfenglega gróða“ Leikfélagsins, sem raunar hvorki við í félaginu né nokkur hér í skóla getur ráðstafað án samráðs við hin háu ráðuneyti. Það hefur verið mikið rætt og rifizt um Leikfélag M. A„ en það hefur verið ein- kennandi hjá þeim mönnum, sem hæst gala á móti því, að þeir vita alls ekki hvernig starfsemi þess er háttað. Sumir ganga jafn- vel svo langt, að gera tillögur, sem, þegar allt kemur til alls, eru hlægilega líkar lög- um félagsins, en ]:>að hafa þessir veslings menn ekki hugmynd um. Það er ömurlegt til þess að vita, að slíkir bullukollar skuli enn finnast innan veggja Menntaskólans á Akureyri. Að endingu vil ég bjóða spyrjanda að koma til mín, ef hann vill fá frekari fræðslu, og skal ég þá einnig eftir föngum reyna að uppfræða hann um grundvallarreglur fé- lagslífs og fundarskapa svo sem eins og nokkur atriði um það, hvenær félag er fé- lag, því mér virðist hann vera haldinn þeirri fáfræði um Joessi mál, sem einkennir allt of marga menntaskólanema nú á dög- um. Kristinn Jóhannesson. MUNINN 97

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.