Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 4

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 4
Leitaö svars GUNNAR STEFÁNSSON: Kvöldið er þögult og milt. Andvarinn strýkur mjúklega um vanga, af greinum garðtrjánna falla nokkur sölnuð laufblöð. Þau svífa kyrrt til jarðar og breiða gulan feld á grasið. Ys dagsins er eins og hálf- gleymd minning, nóttin kemur hljóðlega yfir heiðina og leggur töfrasprota svefnsins yfir alla náttúruna. Ekkaþrunginn grátur hafsins hljóðnar smátt og smátt og verður að hálfkæfðum andvörpum. Utan frá sæn- um berst vindgustur, sem þyrlar föllnu laufi út á götuna. Ég geng hægt út á gangstéttina og nýt þess að finna svalan vindgustinn leika um hár mitt, teyga tært kvöldloftið, eins og þyrstur maður svaladrykk. Allt í kringum mig blika iðandi rafmagnsljós, bifreiðar Jrjóta framhjá, ljósgeislar skera húmið og varpa skuggum á húsin, sem standa, hnípin og þögul, við götuna, eins og myrkt ókann- að hraun. Hvert er ferð minni heitið? Það veit ég naumast. Það er eins og einhver ókunnur máttur hafi rekið mig út úr hlýrri stof- unni, út undir kaldan hausthimininn. Yfir huga mínum er einhver órói, það er sem eitthvert dularfullt afl knýi að dyrum innra með mér og krefjist svars við spurningu, sem ég veit ekki hver er. Þess vegna leita ég út, kannske vonast ég til að geta þar fundið einhverja skýringu á þessari undarlegu, ó- þekktu spurn, sem ásækir mig. Bærinn er ekki stór um sig. Hér er ég al- inn upp og þekki hvern blett. Hversu oft hef ég ekki reikað um þessar götur, fram hjá þessum gömlu húsum? En samt er eins og ég sjái hér alltaf eitthvað nýtt og ferskt. Sjávarhljóðið öðlast sífellt nýjan tón á hverjum degi, söngur fuglanna er alltaf öðruvísi í dag en í gær. Af gömlum vana reika ég niður að höfn. Þegar ég hlusta á sjávarniðinn, vaknar alltaf innra með mér einhver þrá eftir hinu ó- Jrekkta, ókannaða handan við sæinn. Þann- ig er því einnig farið nú. Ég sezt á bryggju- stólpa og horfi niður í myrkan sjóinn, sem ólgar við bryggjuna, skvampar og löðrung- ar staurana, sleikir vatnssósa viðinn. Hér er smábátabryggja. Nokkrir trillu- bátar og árabátar vaggast í höfninni, hef jast og hníga, máttvana handbendi öldunnar. Skyndilega heyri ég áratog nálgast. Hljóð- ið færist nær, og ég heyri, að árabát er róið upp að bryggju. Ljóskastarinn á bryggju- sporðinum varpar bjarma út á höfnina, og ég sé að báturinn skríður nær og nær. í & I S & | í T t t Þátttaka í keppninni var mjög góð, alls bárust níu sögur frá sjö höfundum. Úrslit urðu þau, að Gunnar Stefánsson, III. bekk, hlaut fyrstu verðlaun, bækur fyrir 500 krónur frá POB, og Magnús Kristinsson, VI. bekk, hlaut önnur verðlaun, 300 krónur frá Munin. Dóm- nefnd skipuðu íslenzkukennarar skólans, þeir Gísli Jónsson, Ámi Kristjánsson, Brynjólf- * ur Sveinsson og Bjami Sigbjömsson, auk Friðriks Þorvaldssonar, ef í odda skærist, en til þess kom ekki, heldur ríkti samstaða um dóminn. Sögumar birtast hér í blaðinu, og auk þess hefur ritnefnd ákveðið að birta einnig tvær aðrar sögur eftir Bergþóm Gísladóttur og Mikael Mikaelsson. Muninn þakkar dómnefnd fyrir úrskurð sinn, POB fyrir rausnarleg verðlaun og nemendum fyrir þátttökuna. T I J t il'. f t T « 84 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.